Viðskiptaskilmálar

Almennt.
Eftirfarandi skilmálar gilda í verslun & vefverslun Útilegumannsins.

Skilaréttur á vörum
Hjá Útilegumanninum getur þú skipt vöru sem keypt er í verslun okkar eða vefverslun.
Til að hægt sé að skipta vöru þurfa upprunalegar umbúðir að vera til staðar.

Við óskum eftir kvittunum þegar vöru er skipt. Ef varan er ekki til í verslun, er uppseld eða ekki lengur í vöruframboði er vara tekin inn á því verði sem hún er seld úr verslun. Ef vara reynist gölluð er viðskiptavinum boðin sama eða álíka vara í stað þeirrar gölluðu.

Við vöruskil er mögulegt að:

Fá aðra vöru í skiptum.
Bakfæra upphæð inn á kreditkort viðkomandi hafi varan verið greidd með því korti.
Bakfæra upphæð inn á debetkort viðkomandi ef vöruskil eru samdægurs og verslað var og greitt var með viðkomandi debetkorti.
Vörur eru ekki endurgreiddar með peningum.
Rafræn viðskipti
Útilegumaðurinn sem seljandi vöru áskilur sér rétt að falla frá kaupum og hætta við pantanir ef upp koma villur í skráningu á upplýsingum um vöru af hálfu seljanda t.d. vegna rangra verðupplýsinga eða annara mistaka sem seljandi kann að gera við skráningu á upplýsingum um verð og eiginleika vöru hvort sem þær villur eru augljósar eða ekki. 
Þá áskilur seljandi sér rétt að breyta verðum eða hætta að bjóða upp á vörutegundir án fyrirvara. 

Greiðsla vöru
Í vefverslun Útilegumannsins er tekið við kreditkortum og millifærslu. Greiðsla með kreditkorti fer fram á vörðu svæði þar sem kortanúmerin eru dulkóðuð. Meðferð kortaupplýsinga og greiðslna fer í gegnum örugga þjónustu frá Borgun.

Pöntun er afgreidd úr vefverslun eins fljótt og hægt er, en aldrei seinna en 24 tímum eftir að pöntun hefur borist. Varan er síðan send með Íslandspósti. Sendingarkostnaður er misjafn eftir landshluta og greiðir kaupandi sendingarkostnaðinn við móttöku.

Persónuupplýsingar
Útilegumaðurinn ehf meðhöndlar persónuupplýsingar kaupanda vegna notkunar á vefsvæðinu Utilegumadurinn.is í samræmi við gildandi lög og reglur um meðferð persónuupplýsinga á hverjum tíma.

Skilmálar
Um smásöluviðskipti gilda ákveðnir skilmálar sem skilgreindir eru í neytendalögum. Þá skilmála er m.a. að finna í:

Lög um neytendakaup nr. 48/2003
Lög um húsgöngu- og fjarsölusamninga nr. 46/2000 og lög um þjónustukaup nr. 42/2000
Allar vörur eru sendar með Íslandspósti og greiðist póstburðargjaldið af kaupanda hjá Íslandspósti. Hægt er að velja um að fá vörurnar sendar á pósthús eða heim að dyrum.
Póstburðargjald er eftir verðskrá Íslandspóst.

Það er ekkert mál að skila eða skipta vörum sem keyptar eru á utilegumadurinn.is

Ekki hika við að senda okkur póst á netfangið vefverslun@utilegumadurinn.is

Síminn okkar er 551 5600

Skilmálarnir geta breyst án fyrirvara.

 

Viðskiptaskilmálar Útilegumannsins gilda um netviðskipti gegnum www.utilegumadurinn.is með eftirfarandi viðbótarskilmálum.

Kaupandi þarf að vera orðinn 16 ára til að versla í netverslun.
Við móttöku vöru ber kaupanda að yfirfara vöruna og kanna hvort hún er í samræmi við pöntun og sé óskemmd.
Kaupanda ber að gera athugasemdir og senda inn kvörtun innan 14 daga frá afhendingu vörunnar sé þess þörf.
Shopping Cart