fbpx
Combi Camp Country m/svefnpláss fyrir 4

Tjaldvagninn Combi Camp Country m/svefnpláss fyrir 4

Combi Camp Country er með fortjaldi, lúxus eldhúsi og kassa á beisli.

Engar tjaldstangir og engir tjaldhælar. Engin takmörk eru fyrir því hvar Combi Camp er slegið upp, hvort sem það er á malbiki, grýttu undirlagi eða á möl. Þið eruð ætið fyrir ofan raka, vatn og kulda frá jörðu auk þess sem fastur botninn tryggir að ætíð sé hægt að komast í skjól fyrir veðri og vindum.  Innbyggðar stangirnar gera það að verkum að auðvelt er að koma sér fyrir, án þess að þurfa að setja saman eina einustu stöng.

Combi-Camp Country myndar fullkomna umgjörð um fjölskyldufríið. Fjölskyldan er í nánu sambandi við náttúruna en getur um leið notið þæginda eins og lúxus eldhúss, setustofu og svefnherbergi. Allir geta slakað á í Combi-Camp og fríið verður minnisstæðara fyrir vikið. Auðvelt er að keyra með vagninn og það er fljótlegt að setja hann upp og taka hann niður. Notalegar stundir í sólinni og kvöldverður í fortjaldinu skilja eftir sig hlýjar minningar. Að morgni vaknar fjölskyldan við fuglasöng og léttan leik vindsins við tjalddúkinn. Svona á fríið að vera.

Dönsk hönnun og smíði.

 • Eldhúsið í fortjaldi.

 • Svefnálmann í Country fyrir 4.

Dönsk hönnun og smíði.

 • 100% bómullardúkur.
 • Fortjald 440 x 320cm fylgir.
 • Sterk farangursgrind, Kassi á beisli fylgir.
 • Fullkomið lúxuseldhús með ryðfríu borði,
 • 3 gashellum, Eldhúshilla og 4 skúffur.
 • Innbyggður vaskur með vatnsdælu/krana sem
 • knúinn er með 12Va rafhlöðu.
 • Vatnstankur 15L.
 • 35 lítra kælibox fyrir 12V, 230V eða gas.
 • Rúm: 2 x 120 x 210cm hágæða dýna.
 • Tekur aðeins mínútu að tjalda.
 • Hægt er að tjalda án þess að nota hæla.
 • Fast gólf inní vagni
 • Fjöðrun: Flexitor.
 • Þyngd: 525 kg.
 • Leyfileg hámarksþyng: 750 kg.
 • Heildarlengd m/ beisli: 420 cm.
 • Breidd: 170 cm.
 • Þrýstibremsur og handbremsa.
 • Álfelgur 185/65 R14”/2,1—2,5BAR.
 • Felgustærð: 5,5JX14 ET38

Aukabúnaður sem hægt er að fá.
Yfirbreiðsla.
Grótgrind.
Svefnkálfur stærð að utan 230 x 165 innra tjaldið er 140 x 200 cm.
Geymsluvasar framan á eldhúseininguna.
Geymsluvasar í svefnálmuna.
Combi Camp stólar.

Specifications

Deila