Þar sem ferðalagið byrjar
Útilegumaðurinn Mosfellsbæ
Útilegumaðurinn ehf. opnaði glæsilega 1000 fm. ferða- og útivistarverslun að Fosshálsi 5-7, í mars 2007. Versluninni var frábærlega vel tekið og hefur lagt áherslu á bjóða góða vöru og gott verð auk þess að veita persónulega, ábyrga og góða þjónustu. Í lok sumars 2012 lokaði verslunin að Fosshálsi 5-7 og var flutt í nýtt húsnæði að Korputorgi.
Aðeins meira um okkur
Í maí 2018 var Útilegumaðurinn opnaður að Bugðufljóti 7, 270 Mosfellsbæ í nýju og sérlega glæsilegu húsi með 2.200 fm. sýningarsal og verslun.
Árið 2014 sameinaðist ferðavagnadeild Seglagerðarinnar Ægis Útilegumanninum og fluttust öll umboð sem Seglagerðin Ægir var með yfir til Útilegumannsins.
Útilegumaðurinn er umboðsaðili: LMC, KNAUS, WEINSBERG, TABBERT, T@B og DETHLEFFS hjólhýsa. Einnig er Útilegumaðurinn umboðsaðili COMBI CAMP tjaldvagna, ásamt að bjóða uppá mikið úrval af vörum frá: Dometic, Outwell, Isabella, Thetford, Reimo og fleirum.