Þjónustuverkstæði

 • Á þjónustuverkstæði Útilegumannsins er lögð áhersla á að veita viðskiptavinum framúrskarandi þjónustu. Þjónustuverkstæðið annast flestar viðgerðir og almennt viðhald hjólhýsa og annara ferðavagna.
  Þjónustuverkstæðið býður auk þess uppá þjónustuskoðun og undirbúning fyrir vetrargeymslu óháð tegund. (Sjá verðskrá Þjónustuverkstæðis).

 

 • Almenn viðgerðarþjónusta.
  Allar almennar viðgerðir og viðhaldsþjónusta sem þjónustuverkstæði býður uppá, stendur öllum til boða, óháð tegund vagns.
  Þjónustuverkstæði Útilegumannsins býður einnig uppá ísetningu og eða ásetningu aukabúnaðs m.a. hljómflutningstæki, sólarsellur, skyggni, hjólagrindur, spennubreyta 12 -230 volta, sjónvarpsloftnet, gervhnattadiska, baksýnismyndavélar, lestarlúgur og fleira.
  Á þjónustuverkstæði Útilegumannsins starfar aðeins fagfólk með sérþekkingu og reynslu.

 

 • Varahlutir.
  Þjónustuverkstæðið útvegar alla varahluti í þá húsvagna sem Útilegumaðurinn er umboðsaðili fyrir. Boðið er uppá sérpantanir fyrir aðrar gerðir ferðavagna.

  Vinsamlegast pantið tíma hjá þjónustuverkstæðinu í síma 551-5600 eða This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

  Þjónustuverkstæðið er opið alla virka daga.
  milli kl. 8.00-18.00.
  Lokað er um helgar.